Verkefni
Forvarnir vegna gróðurelda
Gróðureldar eru sem betur fer ekki algengir á Íslandi en geta verið illviðráðanlegir ef eldur berst í þurran gróður.
Á undanförnum áratugum hefur trjám verið plantað í miklum mæli á Íslandi.
Verkefni
Gróðureldar eru sem betur fer ekki algengir á Íslandi en geta verið illviðráðanlegir ef eldur berst í þurran gróður.
Á undanförnum áratugum hefur trjám verið plantað í miklum mæli á Íslandi.
Ógrisjaður, þéttur skógur getur verið illfær vegna þess að greinar hans eru samfléttaðar frá skógarbotni og upp úr. Slíkur skógur er hættulegastur með tilliti til gróðurelda.
Veðurfar hefur mikil áhrif á hættu á gróðurbruna og miklir gróðurbrunar verða yfirleitt í langvarandi þurrkum og hvassviðri. Eldur og reykur getur stefnt lífi fólks í hættu og valdið verulegu eignartjóni. Rétt viðbrögð og forvarnir geta þá skipt sköpum.
Hætta á gróðureldum hefur aukist hér á landi á undanförnum árum samhliða aukinni skógrækt og minnkandi sauðfjárbeit. Sumarhúsabyggðir eru sérstaklega viðkvæmar að mati sérfræðinga en þar liggur trjágróður oft þétt upp við hús.
Stýrihópur um forvarnaraðgerðir gegn gróðureldum á Íslandi vann bækling og vefsíðu þar sem lögð er áhersla á forvarnir og fyrstu viðbrögð við gróðureldum. Verkís átti fulltrúa í stýrihópnum, en við gerð bæklings kom Verkís að lýsingu fyrir sumarhús og ritstýringu greinargerðar. Bæklinginn má lesa hér.
Hringdu í 112
Hringdu í 112 og gefðu upp staðsetningu eldsins. Eldurinn getur magnast upp á örskotstundu.
Láttu aðra vita
Gerðu öðrum í nágrenninu viðvart.
Rétt viðbrögð
Rétt viðbrögð í upphafi geta breytt miklu. Reykur getur verið hættulegur. Hafðu eigið öryggi alltaf í forgangi.
Verktími:
2017-2018